Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2014 | 05:30

Champions Tour: Langer sigraði á the Constellation Champions e. bráðabana við Jeff Sluman – Hápunktar 4. dags

Þýski kylfingurinn Bernhard Langer sigraði á  the Constellation Senior Players Championship sem lauk í Fox Chapel golfklúbbnum, 29. júní 2014 í  Pittsburgh, Pennsylvaníu.

Áður var hann þó búinn að gefa frá sér 4 högga forystu, sem hann var með fyrir lokahringinn, sem er óvenjulegt fyrir hann.

„Þetta var svo ólíkt mér“ sagði Langer að sigri loknum. „Venjulega er ég aðeins stöðugri.“

Langer lék samtals á 15 undir pari, 265 höggum líkt og Jeff Sluman; Langer (65 64 66 70) og Sluman (69 67 64 65) og því varð að koma til bráðabana milli þeirra.

Langer sigraði á 2. holu bráðabanans, en spila þurfti 18. holu Congressional tvisvar þar til úrslit fengust.  Langer fékk fugl meðan Sluman tókst aðeins að krækja sér í par.

Til þess að sjá lokastöðuna á the Constellation Senior Players Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokadagsins á the Constellation Senior Players Championship SMELLIÐ HÉR: