Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2014 | 09:00

Champions Tour: Langer með 7 högga forskot í hálfleik á næstu keppendur

Bernhard Langer heldur forystu sinni og gerir gott betur,  eykur hana á Senior Open Championship, sem fram fer á Royal Porthcawl vellinum í Wales.

Langer fylgdi glæsilegum 1. hring sínum uppá 65 högg eftir með öðrum upp á 66 högg og er samtals á 11 undir pari, 131 höggi.

Með þessu jafnaði Langer 36 holu  skormet sem Fred Funk setti í Sunningdale 2009.

„Ég spilaði af mikilli skynsemi, mjög aggressívt og síðan aftur mjög skynsamlega og var heppinn að nokkru leyti, en ég hef verið að spila vel s.l. tvo daga,“ sagði fyrrum nr. 1 á heimslistanum (Langer) eftir glæsilegan 2. hring sinn á Senior Open Championship.

Heilum 7 höggum á eftir á samtals 4 undir pari eru þeir Colin Montgomerie (72 66) og Chris Williams (68 70).  Þessi mikli munur á keppendum í 1. og 2.. sæti er einnig nýtt met.  Langer er því að setja hvert metið á fætur öðru!

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Senior Open Championship SMELLIÐ HÉR: