Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2014 | 10:45

Champions Tour: Langer leiðir á Senior Players

Bernhard Langer var á flottum 6 undir pari, 64 höggum á Senior Players Championship risamótið  í gær, en mótið hófst á fimmtudaginn í  Fox Chapel Golf Club í  Pittsburgh, Pennsylvaníu í Bandarískjunum.

Langer, sem sigrað hefir tvívegis á Masters fékk m.a. glæsiörn á par-4 7. holuna og bætti síðan við 5 fuglum og fékk aðeins 1 skolla og er nú samtals kominn í 11 undir par í hálfleik mótsins.

Hringur hins 56 ára Langer var nógu góður til þess að hann er nú kominn með 2 högga forystu, nú þegar hann eltist við 3 risamótstitil sinn á Champions Tour.

Þeir sem deila 2. sætinu á samtals 9 undir pari hvor eru Bandaríkjamennirnir Bill Glasson og Doug Garwood.

Til þess að sjá stöðuna á Senior Players Championship  SMELLIÐ HÉR: