Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2014 | 08:45

Champions Tour: Kevin Sutherland sá fyrsti í sögu bandarísku öldungamótaraðarinnar á 59

Kevin Sutherland var aðeins búinn að spila 8 holur á hring sínum í gær í Dick’s Sporting Goods Open og hann var þá þegar farinn að hugsa um að þetta gæti orðið hringur upp á 59 högg.

„Maður á alls ekki að hugsa svona, er það nokkuð? spurði hann, þegar ljóst var að hann væri fyrsti kylfingur í sögu Champions Tour til að spila á 59 höggum í móti.

En hringur hans var bara þannig að það var lítið annað hægt að gera.  Á fyrstu 8 holunum var Sutherland með 1 örn og 7 fugla – á 9. fékk hann par.  Á seinni 9 fékk Sutherland 5 fugla …. og síðan skolla á 18. þannig að það mátti ekki tæpara standa að hann fengi 59

„Guði sé lof fjór-púttaði ég ekki,“ sagði Sutherland.

Sex kylfingar hafa verið á 59 á PGA Tour, þ.á.m. Paul Goydos, besti vinur Sutherland á túrnum. Goydos var meðal þeirra sem fylgdust með Sutherland, en hringur hans var næsta lýtalaus, þar til kom á 18. flöt enda taugarnar kannski aðeins farnar að segja til sín þá.

„Í allri hreinskilni, lófatakið sem ég fékk a 18. ….. ég veit að Jack Nicklaus og Arnold Palmer eru vanir þessu, en að sjá alla strákana fyrir aftan flötina, ég gat bara ekki trúað þessu,“ sagði Sutherland, ánægður.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Dick´s Sporting Goods mótinu SMELLIÐ HÉR: