Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 8. 2017 | 02:00

Champions Tour: John Daly með 1. sigur sinn frá 2004 á Insperity Inv.!!! – Hápunktar 4. dags

Það var John Daly sem stóð uppi sem sigurvegari á Insperity Invitational á Champions Tour!!!

Sigurskor Daly var 14 undir pari, 202 högg (68 65 69).

Í 2. sæti voru Tommy Armour III og Kenny Perry, báðir höggi á eftir Daly þ.e. á 13 undir pari, hvor.  Miguel Angel Jimenez lauk keppni í sama móti T-7.

John Daly

John Daly ásamt kaddý á Insperity Inv. 2017

Daly, sem var í forystu fyrir lokahringinn, hóf 4. dag með flugeldum þ.e. erni á par-5, 1. holu lokahringsins og bætti síðan við fugli á 3. holu; því miður kom skolli á 5. sem hann tók síðan aftur með fugli á 7. holu.

Daly náði síðan að setja niður 3 fugla á fjögurra holu kafla þ.e. á 12., 13. og 15. holu en átti síðan ljótan lokakafla, þar sem hann virtist fara á taugum?, fékk skolla á 16.-18. holu.

Þetta var ekki fallegt í lokinn, en ég náði þessu og það skiptir öllu máli,“ sagði Daly, sem spilaði í fyrsta sinn á Champions Tour, í fyrra, 2016, einmitt í þessu móti, Insperity Invitational.  „Sigur er sigur og ég hélt ekki að hann myndi koma svo fljótt!

Nú get ég sagst vera sigurvegari á Champions Tour, sem er virkilega svalt. Vonandi get ég haldið í þetta sjálfstraust.“

John Daly

John Daly fagnar 1. Champions Tour sigri sínum!

Sjá má hápunkta 4. dags á Insperity Invitational með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má lokastöðuna á Insperity Invitational með því að SMELLA HÉR: