Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2015 | 14:00

Champions Tour: Jiménez sigraði í Hawaii

Það var spænski kylfingurinn Miguel Ángel Jiménez, sem sigraði á Mitsubishi Electric Championship, á Hualalai á Hawaii í gær, 25. janúar 2015.

Lokaskor Jíménez var samtals 17 undir pari, 199 högg.

Mark O´Meara lauk keppni í 2. sæti í 15. skiptið og var afar vonsvikinn, eftir frábæran lokahring upp á 64 högg.

„Fólk man eftir hver sigraði mótið ekki þeim sem varð í 2. sæti,“ sagði O´Meara m.a. eftir hringinn. „Ég er vonsvikinn en Miguel spilaði vel þegar þess þurfti.“

Til þess að sjá lokastöðuna á Mitsubishi Electric Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Mitsubishi Electric Championship SMELLIÐ HÉR: