Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2014 | 09:00

Champions Tour: Jay Haas sigraði á Greater Hickory KIA Classic – Hápunktar lokadags

Jay Haas sigraði á Greater Hickory KIA Classic mótinu sem fram fór á Rock Barn G&S í Conover, Norður-Karólínu.

Hass lék samtals á 17 undir pari, 196 höggum (63 66 67) og átti 2 högg á næstu keppendur sína þá Kirk Triplett og Joe Durant, sem deildu 2. sæti.

Þess mætti geta að Haas er á heimavelli í N-Karólínu, en hann er m.a. faðir PGA Tour leikmannsins Bill Haas en þeir feðgar voru í Wake Forest líkt og Íslandsmeistarinn okkar í höggleik Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.

Þess mætti geta að Jay Haas á sama afmælisdag og annar golfsnillingur, Bjarki Pétursson, GB, en þeir eru báðir fæddir 2. desember (Jay Haas 1953 en Bjarki 1994).

Til þess að sjá lokastöðuna á Greater Hickory KIA Classic SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokadagsins á Greater Hickory KIA Classic SMELLIÐ HÉR: