Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2011 | 13:30

Champions Tour: Fred Couples sigraði á AT&T

Fred Couples sigraði á AT&T Championship, þegar hann lauk leik í gær á 66 höggum og sigraði þetta 3 hringja mót með 7 högga mun – stærsta mun á þessari mótaröð 50+

Samtals var Couples á -23 undi rpari spilaði fyrri hringi á 65 62 á  TPC San Antonio’s Canyon golfvellinum. Þetta er 2. sigur Couples á keppnistímabilinu.

„Ég ef ekki verið með 7 högga forystu síðan  ’92 eða ’90 eða hvenær í fjáranum sem þetta var nú,“ sagði Couples, sem tíaði upp með 7 högga forystu í gær. „Ég mun líklega aldrei fá aðra eins forystu. Þetta er skrítin tilfinning og þetta var bara stresslaust (á fyrri 9). En síðan á seinni 9 spilaði ég mun betur […].“

Til þess að sjá úrslitin í AT&T mótinu á Champions Tour smellið HÉR: