Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2017 | 20:00

Champions Tour: Daly hendir pútter í vatnshindrun

Hinn 50 ára John Daly tók þátt í móti öldungamótaraðar PGA þ.e. Champions Tour nú um helgina.

Hann dró sig hins vegar úr móti öldungamótaraðarinnar þ.e. Allianz Championship á Champions Tour á 4. og lokahringnum í fyrradag (sunnudaginn) og bar fyrir sig bakmeiðsli.

Áður en hann gerði það henti hann pútter sínum í nálæga vatnshindrum.

Daly var kominn  á 3 yfir par eftir 7 holu spil og eftir að hafa fengið skolla í röð ákvað hann að nú væri komið nóg.

Skv. Links Magazine, fann Daly til í settauginni (ens sciatic nerve) og eftir að hafa orðið fyrir vonbrigðum með leik sinn henti hann pútternum bara í nálæga vatshindrum og fór af velli.

Pútter John Daly marar í kafi

Pútter John Daly marar í kafi

Daly hefir ekkert átt sérstakan feril á öldungamótaröðinni en á hinn bóginn er ferill hans á Champions Tour ekki langur – hann fékk spilarétt eftir að hann varð 50 ára í apríl 2016.

Hann hefir spilað í 17 mótum á Champions Tour en aldrei tekist að verða meðal efstu 10.  Besti árangur hans er T-11 árangur á
Dick’s Sporting Goods Open mótinu.

Þetta nýjasta geðluðrukast Daly hefir leitt til þess að ýmsir golffréttamiðlar hafa verið að rifja upp helstu köst Daly í gegnum tíðina.  Hér má t.d. sjá eina slíka samantekt Bunkered á 22 eftirminnilegustu skapgerðarbrestum og geðluðruköstum Daly SMELLIÐ HÉR