Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2016 | 17:45

Chamblee og Duval í heiftugum rökræðum á Golf Channel um töp liðs Bandaríkjanna

Ryder bikarskeppnin er öll um eldhug, ástríðu og að taka áhættu og allt þetta er að hefjast eftir aðeins 2 daga, n.k. föstudag.

Svo virðist sem eitthvað af þessum tilfinningum hafi smitast yfir á Golf Channel golffréttastöðina.

Þar beinlínis rifust Brandel Chamblee (einkavinur Tiger eða þannig!) og David Duval (stórkylfingur – hefir 19 sigra í beltinu á ferli sínum þ.á.m. á Opna breska 2001 og 13 sigra á PGA Tour).

A.m.k. voru rökræður þeirra heiftugar á Live Extra Tuesday, en þar ræddu þeir Brandel Chamblee og David Duval um forystu á Ryder bikars liðum. Chamblee fór að kenna Tiger og Phil um slæmt gengi Bandaríkjamanna og Duval var ekki sammála – sagði ósigrana ekki þeim að kenna og þannig spannst umræðan.

Á einum tímapunkti sagði Duval að Chamblee myndi skilja það sem hann segði ef hann hefði nokkru sinni spilað í Rydernum.

Chamblee svaraði um hæl: „Ég var ekki í Boston tepartýinu, en ég get sagt þér allt um það!

 

Ok,“ sagði Duval þá, „ég skil þú hefir aldrei rangt fyrir þér, ég skil.

Fyrir þá sem hafa áhuga að sjá þá Chamblee og Duval munnhöggvast SMELLIÐ HÉR: