Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2013 | 07:30

Chamblee hættir hjá Golf.com – Myndskeið

Brandel Chamblee, sá sem sagði Tiger svindlara og líkti honum við sjálfan sig í 4. bekk þegar hann svindlaði og fékk F fyrir á prófi, hefir sagt upp stöðu sinni sem golffréttamaður á Golf.com, frá og með næstu áramótum.  Chamblee mun nú bara starfa hjá GolfChannel.com [NBCSports.com], en hann vann áður fyrir báða miðla.

Ekki fylgir hvort uppsögnin er að hans eiginn vilja eða lagt hafi verið að honum að segja starfi sínu upp.

Svo virðist sem bæði Tiger og umboðsmaður hans Mark Steinberg hafi vitað af þessu þegar þeir sögðu í gær að þeir myndu halda áfram spurning hvort Golf.com  og Golf Channel myndu gera það líka?

M.ö.o. líklegt þykir að Tiger og Steinberg hafi sætt sig við að Chamblee hætti störfum hjá Golf.com, sem birti fréttina og ætli því ekki í mál.

Chamblee sagði í viðtali á Golf Channel að hann hefði gert mistök þegar hann sagði að Tiger hefði svindlað á PGA Tour.  „Ég gat ekki með nokkru móti vitað 100% hver ásetningur Tiger var í þessum aðstæðum. Þetta voru mistök.“

Varðandi það að bera Tiger saman við krakka sem svindlaði á prófi í barnaskóla sagði Chamblee: „Ég gekk of langt,“ eins bætti hann við „ritstjóri minn á Golf.com bað mig að endurrita endinn þegar hann sendi honum greinina. Ég vildi ég hefði hlustað á hann.“

Sjá má myndskeið með Chamblee á Golf Channel með því aðSMELLA HÉR: