Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2016 | 14:45

Challenge Tour: Birgir Leifur lauk keppni T-12 í Pleneuf!!!

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tók þátt í móti Challenge Tour, Cordon Golf Open, sem fram fór í Golf Blue Green de Pleneuf Val André, í Frakklandi.

Birgir Leifur varð T-12 þ.e. deildi 12. sætinu með 5 öðrum kylfingum, sem einnig léku á samtals 5 undir pari.

Birgir Leifur lék á samtals 5 undir pari, 275 höggum (70 70 65 70).

Sigurvegari mótsins varð Alvaro Velasco frá Spáni, sem lék á samtals 12 undir pari; en lokahringur hans upp á glæsileg 62 högg (8 undir pari) átti stóran þátt í sigri hans.

Sjá má lokastöðuna í Cordon Golf Open með því að SMELLA HÉR: