Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2016 | 13:15

Challenge Tour: Birgir Leifur komst ekki g. niðurskurð í Kazakhstan!

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, komst ekki í gegnum niðurskurð á Kazakhstan Open sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu (ens. Challenge Tour).

Spilað er á Zhailjau Golf Resort en Golf 1 hefir áður verið með kynningu á golfstaðnum, sem sjá má með því að SMELLA HÉR:

Birgir Leifur lék samtals  á 1 undir pari, 143 höggum (68 74) og munaði aðeins 1 höggi á að hann kæmist í gegn.

Annan hringinn lék Birgir Leifur á 2 yfir pari, 74 höggum, fékk 1 skramba, 3 skolla og 3 fugla.

Sjá má stöðuna á Kazakhstan Open eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR: