Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. Mynd: gsimyndir.net Challenge Tour: Birgir Leifur hætti keppni á Írlandi vegna veikinda
Birgir Leifur Hafþórsson hefur dregið sig úr keppni á Volapa mótinu á Áskorendamótaröðinni sem fram fer á Írlandi. Birgir Leifur lék á 81 höggi í gær á fyrsta hringnum (í gær 8/9 2016) og var langt frá sínu besta.
„Ég fékk heiftarlega magakveisu í aðdraganda mótsins og var rúmliggjandi á miðvikudaginn. Mér leið aðeins betur á fimmtudaginn þegar ég vaknaði en gat lítið borðað. Ég tók ákvörðun um að reyna að spila en það var ekki góð ákvörðun. Ég var orkulaus og einbeitingin var ekki til staðar. Í gærkvöldi fékk ég á ný sömu einkennin og ég mat stöðuna þannig að ég væri ekki að fara gera neitt af viti á golfvellinum í harðri keppni í þessu ástandi. Ég ákvað að vera skynsamur enda eru mörg mót framundan á lokakafla keppnistímabilsins og ég verð að vera klár í þau mót,“ sagði Birgir Leifur við golf.is í morgun.
Birgir Leifur hefur leikið vel á þessu tímabili á Áskorendamótaröðinni og fikrað sig hægt og bítandi upp styrkleikalistann. Meðalskor hans hefur aldrei verið lægra á þessari mótaröð sem er sú næst sterkasta í Evrópu.
Texti: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
