Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2016 | 08:00

Challenge Tour 2016: Birgir Leifur á 72 á 1. degi

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG tekur nú þátt í Najeti Open mótinu, sem er mót á Áskorendamótaröð Evrópu eða Challenge Tour, eins og mótaröðin heitir á ensku.

Mótið fer fram dagana 16.-19. júní 2016 og fer fram í Aa St. Omer GC í Lumbres í Frakklandi.

Birgir Leifur lék 1. hring á 1 yfir pari, 72 höggum og er T-66 þ.e. deilir 66. sætinu.  Skorkort Birgis var býsna skrautlegt en á hringnum fékk Birgir Leifur 4 fugla, 10 pör, 3 skolla og 1 skramba.

Í efsta sæti sem stendur eru Duncan Stewart frá Skotlandi og Ástralinn Daníel Gaunt, sem báðir hafa spilað á 6 undir pari 65 höggum.

Fylgjast má með Birgi Leif á Najeti Open með því að SMELLA HÉR: