Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2011 | 00:15

LPGA: Catriona Matthew sigraði á Lorena Ochoa Invitational í Mexíkó

Hin 42 ára, skoska Catriona Matthew sigraði nú fyrir skömmu Lorena Ochoa Invitational, með lokahring upp á -1 undir pari, þ.e. 71 högg. Samtals lauk Matthew keppni  á -12 undir pari, samtals 276 höggum (69 69 68 71).

Þetta er 4. sigur Catrionu Matthew á LPGA.

2. sætinu deildu Anna Nordqvist frá Svíþjóð og hin suður-kóreanska In Kyung Kim, sem átti titil að verja, samtals 4 höggum eftir Catrionu. Fjórða sætinu deildu 3: Juli Inkster, sem búin að var leiða mestallt mótið, Ai Miyazato og Hee Kyung, allar á samtals -5 undir pari hver, þ.e. 7 höggum á eftir Catrionu.

Nr. 1 í heiminum Yani Tseng deildi 19. sætinu með Mika Miyazato og Morgan Pressel, samtals +3 yfir pari hver.

Til þess að sjá úrslit í Lorenu Ochoa Invitational smellið HÉR: