Caroline Wozniacki hissa á ummælum Rory
Rory McIlroy tjáði sig um allt milli himins og jarðar í viðtali við Paul Kimmage hjá Irish Independant – allt frá SMS-um sem hann fær um miðja nótt frá Tiger Woods að sambandi sínu við kærustuna Ericu Stoll.
Hér er hluti af því sem Rory sagði um Stoll:
„Ég hélt á þeim tíma að það að vera með einhverri sem væri í sömu stöðu og ég væri augljósa svarið. En það er það ekki vegna þess að maður sleppur aldrei frá því. Maður getur aldrei losað sjálfan sig og komið aftur í hversdagsleikann. Það er þess vegna sem mér finnst ég vera á svo góðum stað núna. Mér finnst ekki eins og Erica sé að reyna að breyta mér á neinn hátt. Ég get verið ég sjálfur í kringum hana, án alls rugls, það er enginn leikaraskapur eða sýning.“
Caroline Wozniacki, sem er fyrrum kærasta Rory var spurð um ummæla hans en hún er nú við keppni á Australian Open í tennisnum. Svar hennar birtist í Daily Mirror:
Caroline er nr 17 á heimslistanum í tennisnum um þessar mundir Wozniacki og hún sagði: „Ég sá þetta en ég hef ekkert að segja. Var ég hissa? Já.“
„Það (samband okkar) er dautt núna. Það eru komin 3 ár, þannig að ég skil ekki af hverju hann er alltaf að japlast á þessu. Ég sé enga ástæðu til þess. Hann lítur út fyrir að vera á góðum stað í lífi sínu þannig að hann verður bara að halda áfram.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
