Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2016 | 15:00

Caroline Wozniacki glöð með að Rory endaði samband þeirra

Margar fréttir voru í golffréttamiðlum fyrir um 2 árum þegar sambandi Rory McIlroy og dönsku tennisstjörnunnar Caroline Wozniacki 25 ára, lauk.

Caroline var sár því Rory lauk að sögn sambandinu með stuttu samtali.

Í dag segir Caroline að: „Hún myndi ekki vilja hafa haft það öðruvísi.“

Jafnframt bætti hún við í viðtali við Mail Online að hún væri „mjög þakklát“ og glöð að sambandinu lauk því  „hún myndi ekki annars vera á þeim stað sem hún er nú“ og segist algerlega vera komin yfir fyrrum kærasta sinn, þó þau hafi ekki talast við frá sambandsslitunum.

Caroline segist of upptekin og hafa of mikið að gera til þess að vera í sambandi í augnablikinu og segist vera ánægð að vera einhleyp.

Ég einbeiti mér svo að æfingunum, en mér er sama því ég elska það sem ég er að gera og þegar sá rétti kemur þá gef ég honum tækifæri.“

Ef tilfinningin er rétt þá tek ég mér tíma.“

Caroline og Rory voru saman frá 2011-2014 og voru búin að tilkynna um trúlofun sína og brúðkaupsveislukortin send út s.s. flestir vita.

Það var Rory sem lauk sambandinu, en hann sagði á sínum tíma:„Þetta er mér að kenna. Brúðkaupsveisluboðskortin, sem send voru út núna um helgina fengu mig til að gera mér grein fyrir að ég var ekki tilbúin í það sem hjúskapur felur í sér. Ég óska Caroline allrar hamingju sem hún á skilið og þakka henni fyrir þá frábæru tíma sem við áttum. Ég mun ekki segja meira um okkar samband framar.