Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 25. 2014 | 10:00

Caroline Wozniacki: „Ég er ekkert að deita gegnum internetið“

Nr. 7 á heimslistnaum RoryMcIlroy sleit trúlofun sinni og dönsku tennisdrotningarinnar Caroline Wozniacki í síðata mánuði og var Wozniacki eyðilögð.
Hin 23 ára Caroline ætlar sko ekkert að fara að deita á næstunni …. og alls ekki gegnum internetið.
Hún hló þegar einn blaðamaður spurði hana að þessu og sagði: „Ég er nú ekki alveg svo örvæntingarfull! Sjáum bara hvað setur.“

„Ég er fullkomlega ánægð með að vera einhleyp í augnablikinu.“

„Það er ansi erfitt fyrir nokkurn að fá mig til að missa fótfestu og ég dett ekkert af stólnum fyrir hvern sem er.  Þetta verður að vera einhver alveg sérstakur.“

„Í augnablikinu er ég bara að einbeita mér að tennisnum mínum  [hér í  Wimbledon] .“

Wozniacki vann Shahar Peer 6-3 6-0 í gær og mætir næst Naomi Broady.

Feliciano Lopez

Feliciano Lopez

Spánverjinn Feliciano Lopez hefir talað mjög vel um fyrrum nr. 1 í tennisnum, Wozniacki og mætti til að fylgjast með sigri hennar.

Aðspurð um hvort þau væru hugsanlega að slá sér saman sagði Caroline: „Hann er frábær náungi og spilar vel.  En þetta er bara vandræðaleg(t) (spurning) !“