Caroline: „I´ll never walk alone…
Nú eftir að Rory McIlory sté fram í gær og tilkynnti um sambandsslit sín og Caroline Wozniacki beinast allra augu að henni.
Rory sagðist á blaðamannafundinum ætla að einbeita sér að flaggskipsmóti Evrópumótaraðarinnar BMW PGA Championship, en hann fer út kl. 13 að staðartíma í dag, 1. dag mótsins (eftir 30 mínútur að okkar tíma hér heima á Íslandi).
Fyrir mótið tók Rory þátt í Pro-Am móti fyrir sjálft aðalmótið, sem ávallt vekur mikla athygli vegna fjölda frægra áhugamanna úr öðrum íþróttagreinum, pólítík og heimi lista og menningar, sem þátt taka.
Í ár spilaði Rory hring með liðsmönnum uppáhaldsfótboltafélags síns, en hann segist ávallt hafa stutt Manchester United.
Caroline hefir nú sent frá sér tvít þar sem hún tjáir sig um sambandsslitin og segist jafnframt vera stuðningsmaður Liverpool!
Tvítið hljómar svona: „It´s a hard time for me right now. Thanks for all the sweet messages. Happy I support Liverpool right now because I´ll never walk alone.“ (Lausleg þýðing: Þetta eru erfiðir tímar fyrir mig rétt í þessu. Takk fyrir öll sætu skilaboðin. Ég er ánægð að styðja Liverpool núna vegna þess að ég veit að ég mun aldrei ganga veginn ein..“
„I´ll never walk alone“ er vísun til lags stuðningsmanna fótboltafélagsins Liverpool, „You´ll never walk alone“ sem þeir gjarnan syngja til þess að hvetja lið sitt áfram, sjá m.a. með því að SMELLA HÉR:
Lagið er upphaflega úr söngleiknum „The Carousel“ eftir Rodgers og Hammerstein, frá 1945, sungið af persónunni Nettie Fowler í söngleiknum, þegar hún huggar aðra aðalpersónuna Julie Jordan, sem er barnshafandi en situr hjá líki barnsföður síns Billy Bigelow, eftir að sá missti líf sitt í misheppnuðu ráni, framkvæmt í þeim tilgangi að sjá litlu fjölskyldu sinni farborða. Dóttir Julie og Billy í söngleiknum, Louise verður fyrir einelti vegna afbrota föður síns og er lagið því oft einnig sungið til höfuðs eineltis (en í því sambandi má minna á styrktartónleika Lífsýnar í kvöld kl. 20 í Gaflaraleikhúsinu – en ekki ólíklegt að lagið verði sungið þar!!! – Verndari Lífsýnar er landsliðsmarkvörðurinn í handbolta Björgvin Páll Sigurðsson Það er virkilega nauðsynlegt að samtökin njóti stuðnings sem flestra og því um að gera að fjölmenna!!! Með þvi gætuð þið verið að bjarga lífum!!! Sjá auglýsingu Lífsýnar með því að SMELLA HÉR: )
En að lokum aftur að Caroline og Rory:
Gárungarnir vilja meina að þar sem Caroline styður Liverpool en Rory Manchester United hafi sambandið í raun alltaf verið dauðadæmt!
Að síðustu má hér sjá textann við „You´ll never walk alone“:
When you walk through a storm, hold your head up high
And don’t be afraid of the dark
At the end of the storm, there’s a golden sky
And the sweet, silver song of a lark
Walk on through the wind
Walk on through the rain
Though your dreams be tossed and blown
Walk on, walk on
With hope in your heart
And you’ll never walk alone
You’ll never walk alone
Walk on, walk on
With hope in your heart
And you’ll never walk alone
You’ll never walk alone
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
