Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2014 | 17:00

Caroline hljóp í maraþoni í stað þess að gifta sig

Dagurinn átti í raun að vera sá besti í lífi Caroline Wozniacki – hún ætlaði að ganga að altarinu og gefa Rory McIlroy besta kylfingi heims  jáyrði sitt í New York.

Hún var búin að leggja mikið upp úr undirbúningnum. Eftirleikinn þekkja allir. Rory sagði henni upp – sagði að allt hefði verið of mikið fyrir sig og hann hefði áttað sig á því þegar brúðkaupsboðskortin voru send út.

Í stað þess þess að gifta sig tók hin 24 ára tennisdrottning þátt í maraþonhlaupi í sömu borg og giftingin átti að fara fram í og kom brosandi í mark á glæsilegum tíma 3 tímum 26 mínútum og 33 sekúndum.

Hún er því í fínu formi.

Caroline hljóp til styrktar góðgerðarverkefnis, en hún var búin að taka við áheitum og hljóp inn yfir $ 50.000 fyrir Children’s charity Team for Kids, góðgerðarsamtök sem styrkja bágstödd börn.