Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2011 | 09:00

Caroline Hedwall gæti náð 2. sætinu á peningalista LET í Dubai

Henderson nýliðinn Caroline Hedwall segir að ef hún myndi vinna 5. titil sinn á Evrópumótaröð kvenna (Ladies European Tour, skammst. LET)  í Dubaí n.k. laugardag yrði það stærsti sigur hennar sem atvinnukylfings.Caroline hefir sigrað 6 sinnum á nýliðaári sínu í ár, þar af 4 titla á LET: í Slóvakíu, Finnlandi, Austurríki og í Indland nú s.l. helgi. Þar að auki sigraði hún í New South Wales Open og PowerPlay Golf tournament.En Caroline segir að það að sigra Omega Dubai Ladies Masters, en mótið hefst í dag, myndi vera stærsti sigurinn af öllum.„Miðað við samkeppnina í mótinu, yeah, þetta yrði stærsti sigurinn,“ sagði Hedwall..Það eru aðeins  €12,183 sem skilja að Caroline og Melissu Reid frá England, þó þær staðhæfi báðar að þetta leiði ekki til neinnar aukapressu.„Nei, ekki pressu. Ég lít ekki á það þannig, en auðvitað væri þetta góð leið til þess að klára keppnistímabilið,“ hélt Caroline áfram.„Ég minnkaði forskot hennar þar sem ég vann í síðustu viku, þannig að ég held að það sé raunhæfara að ég fari fram úr henni í þessari viku. En þetta er þó nokkuð bil sem þarf að vinna upp, en engu að síður er það markmiðið fyrir vikuna, en við sjáum bara til. Þetta byggist auðvitað á því hvernig hún spilar líka.“„Ég hef mikið af sjálfstrausti og vonandi get ég haldið því í þessari viku, ef ég get náð því á ég möguleika á að sigra tvívegis í röð.“„Mér finnst gaman að vera undir pressu og það er hápunkturinn fyrir mig. Ég meina allir spyrja mig stöðugt eftir sigurinn, en fyrir mig er það þegar ég er að sigra, þegar ég þarf að standa mig undir pressu sem er hápunktur alls og það líkar mér mest af öllu þegar ég stend mig undir pressu. Þannig að ég myndi segja að það sé sú gerð kylfings sem ég er. Ég þori að vinna og ég þori að tapa.“Ef Caroline Hedwall lýkur keppni í 8. sæti eða betur hefir hún möguleika á að ná 2. sætinu á peningalistanum af Melissu Reid en í efsta sæti trónir Ai Miyazato. Sú sem lendir í 2. sæti hlýtur auka 10 ára keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna.

Sigurlaunin fyrir 1. sætið í Dubai eru  €75,000, þannig að Caroline gæti farið fram úr Mel, en ef svo færi að hún sigri þarf Mel aðeins að ná 8. sæti eða betur til þess að halda 2. sætinu.

Mel Reid er úthvíld, en hún er að koma úr 6 vikna fríi og er sjálfstraustið uppmáluð varðandi sveiflu sína eftir harða þjálfun s.l. viku í Dubai með þjálfara sínum, Dave Ridley.

„Undirbúningur minn ásamt þjálfara mínum hafa gengið vel, betur en ég bjóst við, vegna þess að ég var í fríi í nokkrar vikur. Þannig að mér líður vel – ég er líklega að sveifla betur en ég hef sveiflað í allt ár. Þannig, yeah, mér líður reyndar ansi vel að fara inn í þetta mót. Ég gæti verið farin að ryðga vegna þess að ég hef ekki spilað í móti í 6 vikur en yeah, raunverulegur undirbúningur minn þessa síðustu daga hefir verið mjög góður þannig að vonandi spila ég vel í þessari viku,“ sagði Reid.

Um frammistöðu Caroline Hedwall hafði hún eftirfarandi að segja: „Hún hefir átt frábært ár. Hún hefir sigrað 4 sinnum og vitið þið í lok dags skiptir það engu máli hver er í 2. eða 3. sæti. Við höfum báðar átt góð keppnistímabil og eins og ég sagði ef hún verður í 2. sæti eða sigrar í þessari viku eða spilar vel í þessari viku, þá er það verðskuldað. Hún hefir átt ótrúlegt tímabil og hún á skilið að vera þarna uppi. En hvernig sem fer, önnur hvor okkar verður í 2. sæti og sú sem er það ekki í 3. sæti þannig að þetta er ansi gott keppnistímabil.“

„Ég hef náð öllu sem ég vildi og nú þegar ég veit að ég get ekki náð 1. sætinu á peningalistanum, vegna þess að ég get ekki náð Ai í þessari viku þá get ég bara einbeitt mér að leik mínum og þess að njóta þess að spila í mótinu.

„Það er frábært fyrir okkur að spila gegn svona sterkum kylfingum, þannig að yeah, ég held að þetta mót hafi vaxið undanfarin ár og að ná saman þessum kylfingum, sem eru samankomnar hér í þessari viku er undravert. Eins og ég sagði, það er frábært fyrir okkur og þetta er að verða mjög, mjög sterkt mót.

„Auðvitað myndi ég gjarnan vilja verða efst á lista Evrópumótaraðar kvenna (Order of Merit), ég myndi segja að ég væri stöðugur kylfingur. Ég held að á síðasta ári hafi ég verið með 9 topp-10 niðurstöður. Ég meina ég spila mjög stöðugt, en vitið þið það eru ekki alltaf kylfingar sem vinna 4-5 sinnum, en Lee-Anne náði því á síðasta ári, og Laura og á þessu ári hefir það verið Carolina, því án þessa vinnur maður ekki efsta sætið á peningalistanum.

Diana Luna, frá Ítalíu, sem sigrað hefir tvívegis í ár, þ.e. í Þýskalandi og Sviss er sem stendur €61,673 á eftir Reid og verður að landa 2. sætinu til þess að ná 2. sætinu af Reid á peningalistanum (og Reid verður að eiga afleitan hring í Dubai). Sú sem er sem stendur í 4. sæti á listanum Caroline Masson frá Þýskalandi getur ekki náð Reid.

Heimild: LET