Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 8. 2017 | 11:00

Carly Booth tekur þátt í vafasömu valferli til að komast inn í mót

Skipuleggjendur LPGA Tour ákváðu að boðsmiði eins styrktaraðilans á Shoprite Classic mótið, ætti að fá einum af fjórum kvenkylfingum, sem hlyti flest atkvæði á félagsmiðlunum.

Er þetta valferli ekki bara býsna vafasamt? Að velja fólk inn í mót á grundvelli vinsælda en ekki getu? Hvar er jafnræðið í slíku valferli? Er þetta virkilega svona sem LPGA vill hafa ímynd kvennagolfs – að kvenkylfingar veljist í mót á grundvelli útlits en ekki getu í golfi?

Einn þessara kvenkylfinga af 4, sem þátt tekur í þessu valferli, er hin skoska Carly Booth.

Hún er þegar búin að fá vini sína sem eru vel þekktir, David Haye og Denise Van Outen til þess að veiða atkvæði fyrir hana svo hún komist nú örugglega inn í ShopRite LPGA Classic.

Hún auglýsir á netinu eftir stuðningi fólks í myndskeiði sem er einhver blanda af kvennahljómsveit og sjampóauglýsingu.

Viðbrögð fv. skoska atvinnutennisleikmannsins og íþróttaþjálfarans Judy Murray við þessu voru allt annað en glaðleg. Hún tjáði sig á Twitter um þessa valaðferð og sagði: „Í dag snýst allt um ££££, að hljóta boð styrktaraðila, sjónvarpsréttindi, ímynd og vörumerki. Hvað varð um ástina á golfleiknum, golfkennslu + það að fylgjast með golfinu?“

Booth og hinir 3 kvenkylfingarnir sem eru á félagsmiðlunum að berjast um stuðning golfáhangenda til að komast í mótið, finnst væntanlega ekkert að þessu ferli heldur líta á þetta sem stórt tækifæri, en það er skiljanlegt að félagar þeirra á Evróputúrnum og kvenkylfingar almennt kunna að líta öðruvísi á málið.