Carlos del Moral efstur af 27 „nýjum strákum Evrópumótaraðarinnar“ í Q-school
Spænski kylfingurinn Carlos Del Moral varð efstur í lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór í Girona á Spáni dagana 10.-15. nóvember s.l.
Alls komust 27 af 71 keppanda lokaúrtökumótsins inn á Evrópumótaröðina og mun Golf 1 vera með kynningu á „Nýju strákunum á Evrópumótaröðinni“ nú á næstu dögum, líkt og undanfarandi ár og verður fyrstur kynntur sá sem rétt slapp síðastur inn, sem að þessu sinni var Skotinn Alastair Forsyth. Þeir, sem náðu inn á Evrópumótaröðina að þessu sinni eru eftirfarandi:
1. sæti Carlos Del Moral – Spánn – 26 undir pari – (67 71 69 63 65 67)
2. sæti Fabrizio Zanotti – Paraguay – 21 undir pari – (66 70 67 68 68 68)
3. sæti Marco Crespi – Ítalía – 15 undir pari – (71 70 67 68 67 70)
4. sæti Gary Stal – Frakkland – 14 undir pari – (71 68 69 68 68 70)
5.-7. sæti Mikael Lundberg – Svíþjóð – 13 undir pari –
5.-7. sæti Adrien Saddier – Frakkland – 13 undir pari –
5.-7. sæti John Hahn – Bandaríkin – 13 undir pari –
8.-11. sæti Connor Arendell – Bandaríkin – 12 undir pari –
8.-11. sæti Wade Ormsby – Ástralía – 12 undir pari –
8.-11. sæti Stuart Manley – Wales – 12 undir pari –
8.-11. sæti James Morrison – England – 12 undir pari –
12.-16. sæti James Heath – England – 11 undir pari –
12.-16. sæti Simon Wakefield – England – 11 undir pari –
12.-16. sæti Jens Dantrop – Svíþjóð – 11 undir pari –
12.-16. sæti Brinson Paolini – Bandaríkin – 11 undir pari –
12.-16. sæti Patrik Sjöland – Svíþjóð – 11 undir pari –
17.-21. sæti Kevin Phelan – Írland – 10 undir pari –
17.-21. sæti Andreas Hartö – Danmörk – 10 undir pari –
17.-21. sæti Daniel Brooks – England – 10 undir pari –
17.-21. sæti Thomas Pieters – Belgía – 10 undir pari –
17.-21. sæti Lucas Bjerregaraard – Danmörk – 10 undir pari –
22.-27. sæti Jason Knutzon – Bandaríkin – 9 undir pari –
22.-27. sæti Mikko Kjörhonen – Finnland – 9 undir pari –
22.-27. sæti Estanislao Goya – Argentína – 9 undir pari –
22.-27. sæti Jack Doherty – Skotland – 9 undir pari –
22.-27. sæti Adam Gee – England – 9 undir pari –
22.-27. sæti Alastair Forsyth – Skotland – 9 undir pari –
Sjá má úrslitin í heild á lokaúrtökumótinu með því að SMELLA HÉR:
Margt af ofangreindum verðandi korthöfum á Evróputúrnum eru ekki nýir af nálinni. Margir þeirra hafa áður tekið þátt í Q-school með góðum árangri og hafa í kjölfarið spilað á Evrópumótaröðinni og nægir þar t.a.m. að nefna Skotann Alastair Forsyth, sem sigraði í Q-school 1999 og Englendinginn Simon Wakefield, sem varð í 1. sæti í Q-school í Girona, árið 2010.
Ef ofangreint er skoðað sést að tveir efstu Carlos Del Moral og Fabrizio Zanotti hafa algera yfirburðarstöðu, (enda hafa báðir spilað á Evrópumótaröðinni áður og tekið þátt í Q-school áður) þ.e heimamaðurinn Del Moral á 5 högg á Zanotti, sem er í 2. sæti og Zanotti á síðan 6 högg á Marco Crespi í 3. sæti. Hins vegar eru keppendur fremur jafnir í næstu sætum; þannig munar „aðeins“ 6 höggum á 3. og 27. sæti og aðeins 4 höggum á 5. og 27. sæti.
Norski frændi okkar Espen Kofstad, Tjaart van der Walt frá Suður-Afríku og Edouard Espana frá Spáni voru næstir inn og munaði aðeins 1 höggi að þeir hlytu kortin sín á Evrópumótaröðinni, fyrir keppnistímabilið 2014.
Athygli vekur hversu margir Bandaríkjamenn reyndu í ár og tókst að komast inn á Evrópumótaröðina eða 4 talsins.
Af þeim 27 sem náðu inn var Frakkinn Adrien Saddie, yngstur eða 21 árs og Patrik Sjöland frá Svíþjóð elstur eða 42 ára.
Alls voru það 968 sem tóku þátt í úrtökumótum til þess að reyna að komast inn á Evrópumótaröðina, þar af léku 770 á 1. stigi. Aðeins ofangreindu 27 komust alla leið.
Fjórir Íslendingar reyndu fyrir sér á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina: Birgir Leifur Hafþórsson, Ólafur Björn Loftsson, Ólafur Már Sigurðsson, Þórður Rafn Gissurarson. Aðeins Birgir Leifur keppti á 2. stigi úrtökumótsins – hinir íslensku keppendurnir duttu út á 1. stigi. M.ö.o. enginn spilaði á 3. stiginu – lokaúrtökumótinu.
Aðeins 6 af kylfingunum 27, sem hlutu kortin sín á Evrópumótaröðina í gegnum Q-school, tóku þátt í öllum þremur stigum úrtökumótsins þ.e. Adrien Saddier, Connor Arendell, Jack Doherty, John Hahn, Kevin Phelan og Thomas Pieters.
7 kylfingar kepptu á 2. stigi úrtökumótsins og 14 komu inn á lokaúrtökumótinu, sem sýnir að meira en helmingur af þeim sem náðu inn á Evrópumótaröðina í ár hefir spilað þar áður.
Eins og segir mun Golf 1 hefja kynningu á kylfngunum 27, sem komust inn á Evrópumótaröðina 2014 í gegnum Q-school þ.e.a.s. í gegnum úrtökumótin og verður byrjað á þeim sem varð í 27. sætinu Alastair Forsyth og endað á sigurvegaranum Carlos Del Moral.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
