SNAG golfútbúnaður er lítríkur og spennandi fyrir yngstu kylfinganna …. en jafnvel þeir eldri geta nýtt sér SNAG
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2015 | 17:00

Byrjaðu í golfi í Endurmenntun

Golf er afar vinsæl íþrótt hér á landi meðal allra aldurshópa og nú er hægt að læra grunnatriði í golfi hjá Endurmenntun. Golfsamband Íslands og Hissa, ráðgjafar- og fræðslumiðstöð um golf hafa gert samstarfssamning við okkur í Endurmenntun um að halda golfnámskeið.

Námskeiðið Byrjaðu i golfi – fyrir byrjendur og lengra komna, verður kennt í september og aftur í nóvember. Grunnatriðin í golfi eru kennd með Starting New At Golf (SNAG) golfkennslukerfinu sem hefur slegið í gegn út um allan heim. Kennslan fer fram í formi fyrirlestra, æfinga og leikja fyrst í húsnæði Endurmenntunar að Dunhaga og síðasta kennsludaginn er kennt í æfingarhúsnæði GSÍ. Kennari er Magnús Birgisson PGA golfkennari og SNAG master leiðbeinandi.

Mikil ánægja og tilhlökkun ríkir um þetta nýja samstarf og stefnt er að því að vera með enn fleiri námskeið af þessum toga í framtíðinni.