Butch Harmon við kennslu. Butch Harmon: Egó mistök margra áhugakylfinga
Butch Harmon er gúrú allra golfkennara – Hann hefir átt flottan feril sem golfkennari, m.a. var hann eitt sinn sveifluþjálfara Tiger, þegar sá var upp á sitt besta og eins hefir hann kennt Nick Watney og Natalie Gulbis svo einhverjir séu nefndir.
Butch Harmon hefir löngum verið í 1. sæti yfir bestu golfkennara Bandaríkjanna – Sjá með því að SMELLA HÉR:
Hér á eftir fylgir golfráð Harmon, sem birtast mun í desember útgáfu Golf Digest. Gefum ButchHarmon orðið:
„Tvö af algengustu mistökunum sem ég sé áhugamenn gera er að nota ekki nóg af kylfu (enough of club) þ.e. hærri tölu á kylfunum ykkar í aðhöggum og nota of mikið loft í kringum flatirnar. Hvorutveggja eru egó mistök. Flestir vilja slá lengra og allir elska þetta litla pitch högg sem hreiðrar sig alveg upp að pinnanum. En raunveruleikinn verður að ganga framar óskalista ykkar.
Hér er ráð mitt: Veljið hærri kylfu t.d. 8-járn í stað 7-járns í aðhöggum. Þið komið til með að eiga mun meira sólíd högg oftar ef reynt er við 75% í stað 100%. Treystið mér sveiflan ykkar verður betri og á hraða sem þið ráðið við.
Í kringum flatirnar – notið mismunandi kylfur – ekki bara grípa til lobbarans. Látið legu og flötina sem þið getið unnið með ráða valið á kylfu ykkar. Þá er hægt að nota sömu sveiflu fyrir flest högg rétt utan við flöt. M.ö.o. þið eruð að skipta um kylfur ekki sveilfu til þess að slá mismönandi högg. Það er auðveldara þannig.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
