Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2012 | 09:45

Bubba Watson í viðtali hjá Jay Leno

Þann 11. júlí s.l. var Masters sigurvegarinn 2012 Bubba Watson í viðtali hjá Jay Leno. Þar kom ýmislegt fróðlegt fram m.a. að Bubba heitir í raun Gerry Lester Watson Jr. og Bubba byrjaði í golfi aðeins 6 ára. Síðan segir hann frá fyrstu kynnum þeirrum Angie, sem nú er konan hans, en  hann sá til þess að meðal fyrstu stefnumóta, sem hann átti með henni, væri að fara á golfvöllinn að spila golf, þar sem hann heillaði hana með hring upp á 66. Bubba hefir sagt í viðtölum að Angie sé uppáhaldsspilafélagi sinn.

Bubba er nógu öruggur með karlmennsku sína til þess að spila með bleikum dræver til styrktar góðu málefni!

Bubba segist hafa sagt sig úr nokkrum mótum á árinu til þess að geta verið meira með syni sínum, Caleb, sem þau Angie ættleiddu í ár en hann segir að sonurinn og fjölskyldan séu í 1. sæti hjá sér og sonurinn hafi m.a. átt þátt í að hann vann Masters, því hann var afslappaðri og það að slá feilhögg skipti hann ekki eins miklu máli.  Bubba hefir varið nokkrum tíma fyrir dómi í ár, því það á eftir að ganga að fullu frá ættleiðingu Caleb.

Vikið er að kaupum Bubba á „General Lee“, en eins og allir vita er Jay mikill bílaáhugamaður og því var þetta náttúrulega nokkuð sem hlaut að koma upp í samtali þeirra tveggja.  Svo var auðvitað sýnt frá Bubba og boys bandi hans Golf Boys, við mikla kátínu áhorfenda- og áheyrenda.

Bubba hefir í kjölfar sigur síns á The Masters verið vinsæll í vinsælum spjallþáttum vestra og m.a komið fram hjá í þáttum Piers Morgan og David Letterman s.s. mörgum er í fersku minni.

Sjá má myndskeiðin af heimsókn Bubba hjá Jay Leno hér að neðan:

BUBBA WATSON HJÁ JAY LENO NR. 1

BUBBA WATSON HJA JAY LENO NR. 2