Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2012 | 15:00

Bubba Watson er kominn í 4. sæti heimslistans

Með sigri Bubba Watson á The Masters er hann kominn í 4. sæti heimslistans.

Watson sigraði Louis Oosthuizen á 2. holu umspils.

Hinn 33 ára Bubba er nú hæst rankaði Bandaríkjamaður og skilur að baki sér menn á borð við Tiger Woods, Phil Mickelson, Steve Stricker og Hunter Mahan.

Annað sætið á Masters var nóg til þess að meistari Opna breska (Oosthuizen) a tókst að komast aftur meðal efstu 20, þ.e. í 19. sæti – hann byrjaði árið í 40. sæti en var í 27. sæti í síðustu viku.

Luke Donald og Rory McIlroy sem urðu í 32. og 40. sæti eru enn í 1. og 2. sæti heimslistans ásamt Lee Westwood, sem missti af enn einu tækifæri að sigra á risamóti, en hann er eftir sem áður í 3. sæti heimslistans.

Staða eftstu 20 kylfinga á heimslistanum er eftirfarandi:

1 Luke Donald 9.61 stig, 2 Rory McIlroy 9.53, 3 Lee Westwood 8.24, 4 Bubba Watson 6.53, 5 Hunter Mahan 5.89, 6 Steve Stricker 5.64, 7 Martin Kaymer 5.58, 8 Tiger Woods 5.55, 9 Phil Mickelson 5.31, 10 Justin Rose 5.28, 11 Adam Scott 5.11, 12 Charl Schwartzel 5.06, 13 Webb Simpson 5.02, 14 Matt Kuchar 4.92, 15 Graeme McDowell 4.88, 16 Jason Day 4.88, 17 Dustin Johnson 4.83, 18 Bill Haas 4.52, 19 Louis Oosthuizen 4.49, 20 Keegan Bradley 4.34

Evrópskir kylfingar á topp 100 eru eftirfarandi:

21 Sergio Garcia, 24 Peter Hanson, 25 Ian Poulter, 31 Thomas Bjorn, 33 Martin Laird, 35 Alvaro Quiros, 36 Robert Karlsson, 37 Simon Dyson, 40 Anders Hansen, 41 Fredrik Jacobson, 42 Paul Casey, 43 Francesco Molinari, 44 Paul Lawrie, 51 Gonzalo Fernandez-Castano, 57 Miguel Angel Jimenez, 58 Robert Rock, 63 Darren Clarke, 64 Matteo Manassero, 66 Nicolas Colsaerts, 67 Rafael Cabrera Bello, 68 Carl Pettersson, 74 Michael Hoey, 79 Joost Luiten, 80 Padraig Harrington, 82 Alexander Noren, 84 Pablo Larrazabal, 91 Edoardo Molinari, 94 David Lynn, 95 Jamie Donaldson, 97 Brian Davis, 100 Thorbjorn Olesen.