Bubba vill verða bæjarstjóri
Bubba Watson „á sér draum“ … og það er að gerast bæjarstjóri.
„Ég flutti aftur tilbaka til bæjarmarka Pensacola (Florida) þannig að ég gæti einn daginn orðið bæjarstjóri,“ sagði Bubba.
Tvöfaldi Masters sigurvegarinn og íbúi Flórída á fjölda fyrirtækja í heimabænum þ.á.m. hafnarboltaliðið Pensacola Blue Wahoos og hann opnaði nú nýverið sælgætisbúð og bílasölu.
„Að vera aftur kominn heim… mamma vinnur í sælgætisbúðinni,“ sagði Bubba. „Það er eftirvænting í kringum þessi fyrirtæki, Pensacolabær gerir sér grein fyrir að mér þykir vænt um hann.“
„Hann (bærinn) hefir gefið mér allt sem ég á nú. Hann var styrktaraðili í íþróttaviðburðum, sem ég hef tekið þátt í. Þetta er grein af sama meiði. Ég er að reyna að hjálpa bæjarfélaginu að vaxa.“
„Það er skrítið, segi ég við vini mína, segi ég við eiginkonu mína, við þjálfara minn, við liðið mitt; ef þið segið „Bubba Watson, kylfingurinn,“ þá eruð þið að takmarka það sem ég er, sem ég vil vera og sem ég tel mig vera,“ útskýrði Watson.
„Hin fyrirtækin eru skemmtileg. Golfið er skemmtilegt. Golf er frábært. En það eru önnur atriði sem ég vil gera. Ég á mér aðra drauma. Golf hefir gert þá mögulega. Sem betur fer hef ég ekki þurft að taka bankalán. Ég get borgað fyrir þetta í reiðufé.“
Næsta spurning er: hvað myndi hann vera fulltrúi fyrir (ef hann byði sig fram sem bæjarstjóri?)
„Það fyrsta væri einhvað form menntunar,“ agði hann. „Við tölum um miðbæjarkjarnan. Það er þar sem mesti vöxturinn er. Skiptir ekki máli hvert baklandið er. Það hefst allt á menntun.“
Næsta mót sem hinn 38 ára Bubba tekur þátt er World Hero Challenge, þar sem hann á titil að verja.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
