Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2014 | 13:00

Brúðkaup Adam Scott var svo leynilegt að jafnvel gestirnir vissu ekki að þeir væru boðnir í brúðkaup!

Golf 1 greindi fyrir nokkrum dögum frá því að Adam Scott hefði kvænst. Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Nú hefir komið í ljós að Bahama-brúðkaup Adam Scott var svo leynilegt að jafnvel gestirnir vissu ekki að þeir væru boðnir í brúðkaup!

Adam Scott upplýsti nokkur smáatriði um það hvernig honum og sænska arkítektinum, Marie, sem nú er eiginkona hans, tókst að laumupúkast með þennan stóra atburð í lífi þeirra í 3 mánuði.

Foreldrar beggja vissu af því hvað til stóð …. en enginn annar.

Scott bauð besta vini sínum, sigurvegara Opna bandaríska 2013, Justin Rose til veislunnar … en hann kom ekki, hann vissi ekki að um brúðkaup vinar síns var að ræða.

„Við sögðum bara  að við værum með partý og viðkomandi væri boðinn“ sagði Scott.  Það var síðan undir hælinn lagt hvort og hver mætti. „Það hafði enginn hugmynd um hvað myndi gerast. Þannig að þetta var bara skemmtilegur leikur fyrir mig og Marie um skeið að plana þetta svona.“

Hjónakornin giftu sig 17. apríl, fimmtudaginn eftir að Scott varð í 14. sæti á Masters 2014.  Sko hver heldur líka partý á fimmtudegi?

Miðað við að Scott er einn af vinsælustu leikmönnum í golfinu þá leitar hann ekki eftir neinni athygli. Það er varla nokkur sem kemur að sjá hann þegar hann er ekki að spila golf. Hann er venjulega heima á Bahama-eyjum eða heima hjá sér í Sviss. Eftir að verða 1. Ástralinn til þess að vinna á Masters risamótinu þá beið hann furðulengi með að fara heim til Queensland í Ástralíu.

Rory og Caro

Rory og Caro

Rory McIlroy var spurður um hvort hann myndi bíða með það líkt og Scott að tilkynna öllum að hann væri kvæntur.

„Nei“ svaraði Rory, „en Adam er ólíkur mér.“ „Við vissum þetta. Ég veit ekki hvernig hann hélt þessu leyndu svona lengi fyrir ykkur (blaðamönnum) Ég borðaði morgunmat með honum í morgun.  Það var frábært að geta loks óskað honum til hamingju. Hann sagði mér að stundum hefði hann þurft að ljúga til þess að halda þessu leyndu.“

Scott sagði að sá partur hefði ekki verið hluti af planinu.

„Við vildum bara að þetta væri leyndarmál með daginn, en við höfum ekkert haldið þessu leyndu síðan,“ sagði Scott. „En ég held að fólk hafi bara ekki viljað eyðileggja neitt fyrir mér. Þannig að ég hafði það þar sem ég vildi.“

Þegar Scott mætti á The Players var hann ekki með neinn giftingarhring.

Um það sagði Scott: „Við erum með hringa, en ég hef aldrei spilað með hring, þannig að ég ætlaði ekki að byrja á því í þessari viku. Við sjáum til hvort ég verð með hann á vellinum framvegis.“

Eiginkona Scott hefir aldrei fylgt honum á mót, jafnvel ekki þegar þau voru að byrja að slá sér saman fyrir 10 árum síðan og Scott sagði að það myndi líklega ekki breytast. Nokkrir meðal áhorfenda í gær (10. maí 2014 – á 3. hring the Players) kölluðu til hans hamingjuóskum.

Golfið hans var ekki slæmt heldur.

Scott byrjaði illa með 77, en kom síðan tilbaka með skor upp á 67 og síðan var hann á 3 undir pari, 69 höggum í gær. Hann er sem stendur í 28. sæti, sem hann deilir með 3 öðrum og á enn raunhæfan möguleika að velta Tiger úr 1. sæti heimslistans.  Til þess verður hann að minnsta kosti að verða T-16, sem er ekki útilokað eins og leikar standa nú. Spennandi framtíðin hjá Scott bæði í einkalífinu og á golfvellinum!

En hvar sem Scott fer nú losnar hann ekki við spurningar um brúðkaupið: Hvernig var bónorð hans?  Hann sagði að það hefði ekki verið neitt bónorð, þau hefðu bara talað saman, en Scott telur að góðar samræður grundvöllinn að góðu hjónabandi sínu og Marie.

Ætla hjónakornin í brúðkaupsferð? Scott sagði að þau Marie byggju mestanhluta ársins á stað þar sem svo mörg pör verðu brúðkaupsfríinu sínu.  „Okkur fannst við bara ekki þarfnast brúðkaupsferðar – líf okkar er eins og brúðkaupsferð mestallan tímann,“ sagði Scott.  „Þannig að það er ekkert á dagskrá. Við höldum bara áfram eins og við höfum gert hingað til!“