Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2019 | 12:00

Brooks Koepka tjáir sig um hvað sér líki betur við Evróputúrinn en PGA Tour

Fyrir 7 árum þegar Brooks Koepka tókst ekki að komast á PGA Tour í úrtökumóti ferðaðist hann frá Flórída til Evrópu til þess að spila í 2. deildinni í Evrópu á Áskorendamótaröðinni (European Challenge Tour).

Þar sigraði hann í 4 mótum og komst þannig á Evróputúrinn, 1. deildina í Evrópu, aðeins 22 ára.

Það voru fjölmargar áskoranir sem mættu Koepka en hægt og rólega jókst sjálfstraust hans, reynsla og heildar hæfnistig hans í golfleiknum.

Á þessum tíma var Koepka einn af fáum ungum, bandarískum kylfingum til þess að spila utan Bandaríkjanna, en hann hefir nú orðið fyrirmynd þeirra, sem hefja feril sinn í Evrópu, líkt og t.d. Adam Scott og Louis Oosthuizen á undan honum.

Koepka hefir ekki keppt mikið í Evrópu að undanförnu, en hann býr nú í Jupiter, Flórída og nú er líka öldin önnur en fyrir 7 árum síðan, því nú 2019 hefir hann sigrað í hvorki fleiri né færri en 3 risamótum; Opna bandaríska 2017 og 2018 og PGA Championship 2018.

Og Koepka sem nú tekur þátt í fyrsta móti sínu á Evróputúrnum í langan tíma; Abu Dhabi HSBC Championship, en hann hefir ekki keppt í mótinu frá því að hann komst ekki í gegnum niðurskurð 2014; hann hlakkar nú til þess að sjá gamla félaga sína á Evróputúrnum.

Félagsskapurinn hér er svolítið öðruvísi. Mér líkar hann betur, persónulega, en í Bandaríkjunum.“

„Allir eru saman í 2-3 hótelum, maður fer í mat saman og það er erfitt að rekast á einn kylfing vegna þess að það virðast vera 30 eða 40 saman ásamt kylfusveinum sínum og þjálfurum á sama veitingastað og mér finnst það gaman.“

Framkoman hér er svolítið öðruvísi. Húmorinn er svolitlu betri þannig að þetta er virkilega gaman.“

Koepka hefir verið ósáttur vegna þess hversu litla athygli afrek hans hafa hlotið í Bandaríkjunum. Honum finnst vera munur á umfjöllun um sig annars vegar og t.d. Jordan Spieth eða Tiger hins vegar. En hann hefir þó sigrað í 3 risamótum á stuttum tíma. Hann var síðan gagnrýndur fyrir að vera með þessa viðkvæmni, en hann svarar því svo til að hann hafi bara verið reiður þessu í 5 mínútur; hann hafi eftir sem áður sín persónulegu markmið, sem hann ætli sér að ná.

Í október sl. (2018) hóf Koepka 2018-2019 keppnistímabilið með 5. sigri sínum á  CJ Cup in South Korea og lauk árinu sem nr. 1 á heimslistanum! En þar hélst hann í aðeins 6 vikur.

Meðal markmiða Koepka í ár er að endurheimta nr. 1 á heimslistanum og að halda sér frískum. „Ég skrifaði niður nokkur af markmiðum mínum. Ég gerði það líka á síðasta ári og náði helmingnum. Ég er bara að reyna að bæta mig og fullvissa mig um að ég nái nokkrum fleirum í ár.“

Ég geri greinarmun á markmiðum mínum. Ég set mér markmið þegar ég er á ferð og flugi, síðan markmið í golfinu og síðan markmiðin mín heima fyrir. Ég flokka markmiðin niður og tek það þaðan.“

Vonandi að nr. 2 á heimslistanum (Brooks Koepka) gangi sem allra best í Abu Dhabi!!!