Brooks Koepka dregur sig úr Travelers
Margir eiga erfitt með að trúa að Brooks Koepka sé að yfirgefa PGA Tour og flytja sig yfir til nýju sádí-arabísku ofurgolfdeildarinnar, LIV Golf Series.
Það sem bent hefir verið á í því sambandi er að Brooks sé skráður til leiks í einu móta PGA Tour nú í vikunni og engar yfirlýsingar hafi borist um flutninginn, hvorki frá honum né LIV golf Series.
Nú hefir það gerst að Brooks Koepka hefir dregið sig úr Travelers Championship, mótinu á PGA Tour, sem hann var skráður í og nú er bara beðið eftir yfirlýsingu frá honum um að hann skipti yfir til LIV, sbr. Golf Digest.
PGA Tour tilkynnti að Mark Hubbard muni taka sæti Brooks á Travelers.
LIV Golf Series er sagt bjóða bestu leikmönnum PGA Tour, meira en $100 milljónir, til þess að koma yfir til LIV.
Brooks Koepka er fjórfaldur risamótsmeistari og er sem stendur nr. 19 á heimslistanum. Þegar til þess kemur að hann tilkynnir um skiptin yfir til LIV Golf Series mun hann vera næst hæst rankaði kylfingur á heimslistanum á LIV (á eftir Dustin Johnson, sem var í 16. sæti heimslistans, þegar hann gekk í raðir LIV).
Þó LIV hafi ekki opinberlega tilkynnt að Koepka muni verða nýjasti kylfingur þeirra, telur Golf Digest að það muni fylgja fljótlega nú þegar fyrsta mót LIV í Bandaríkjunum er handan við hornið, en það hefst í næstu viku á Pumpkin Ridge golfvellinum fyrir utan Portland, í Oregon og stendur 1.-3. júlí 2022.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
