Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2015 | 09:30

Brelluhögg Söndru Gal í hælaháum og míníkjól

Þýski kylfingurinn Sandra Gal, sem spilar á LPGA kom fram í morgungolfþættinum Morning Drive á dögunum.

Þar var sýnt myndskeið þar sem hún var á ferð um New York ásamt nokkrum golfbrelluhöggslistamönnum, sem að sögn Gal hafa tennisbakgrunn.

Gal var látin slá brelluhögg í hælaháum skóm og í míníkjól – frekar erfiður útbúnaður, enda sagðist Gal í viðtalinu oft hafa þurft að fara úr hælaháu skónum í ferð sinni um New York.

Hún sagði jafnframt að hún hefði tekið þátt í gerð myndskeiðsins til þess að höfða til yngri kynslóðarinnar í þeim tilgangi að laða fleiri að golfíþróttinni.

Nokkur falleg brelluhögg og skemmtiatriði með Gal í NY má sjá í meðfylgjandi myndskeiði  SMELLIÐ HÉR: