Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2017 | 19:45

Bowditch ölvaður undir stýri

Ástralski kylfingurinn Steven Bowditch 33 ára var ölvaður við stjórn bifreiðar í Scottsdale Arizona þar sem Waste Management Phoenix Open fer fram.

Reyndar er umdeilt hversu mikið hann var við stjórn bifreiðarinnar en hann fannst sofandi ölvunarsvefni bakvið stýri bifreiðarinnar.

Eftir að hafa verið handtekinn af lögreglu í gærmorgun (föstudaginn 3. febrúar 2017) og látinn laus aftur eftir að hafa mælst með meir en .08 prómill í blóði fór Bowditch á Twitter.

Hann skrifaði: „Lífið snýst um að taka ákvarðanir. Í gær tók ég mjög slæma (ákvörðun). Ég er mjög leiður yfir þeim sem ég hef valdið vonbrigðum. Ég verð og ætla að gera betur.“

Bowditch er einn þeirra kylfinga á PGA Tour sem stígið hefir fram og viðurkennt að þjást af þunglyndi. Hann hefir sigrað tvívegis á PGA Tour.

Sjá má frétt Golf.com um ölvunarakstur Bowditch með því að SMELLA HÉR: