Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2020 | 21:30

BOU GSÍ 2020 (2): Jóhanna Lea sigraði í stúlknaflokki 17-18 ára

Nettó mótið – annað mótið á Barna- og Unglingamótaröð (hér skammst. BOU) GSÍ fór fram á Leirdalsvelli dagana 11.-13. júní.

Alls kepptu 130 börn og unglingar í golfi í mótinu.

Í stúlknaflokki þ.e. flokki 17 -18 ára stúlkna voru keppendur 4.

Sigurvegari var Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR og var heildar- og sigurskor hennar 20 yfir pari.

Í flokki 17-18 ára og eldri voru spilaðir 3 hringir

Glæsilegir keppendur allar golfstúlkurnar okkar!!!

Sjá má heildarúrslitin í stúlkuflokki 17-18 ára í Nettómótinu hér að neðan:

1 Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR, 20 yfir pari, 233 högg (77 79 77).

2 Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM, 41 yfr pari, 254 högg (88 84 82).

3 Bára Valdís Ármannsdóttir, GL, 53 yfir pari, 266 högg (87 89 90).

4 Maríanna Ulriksen, GK, 69 yfir pari, 282 högg (95 95 92).