Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2019 | 18:00

Boris byrjar aftur í golfi

Boris Johnson forsætisráðherra Breta er byrjaður í golfi, a.m.k. aftur eftir nokkurn tíma … margir segja í undirbúningi fyrir fund sinn við Donald Trump, Bandaríkjaforseta.

Það er nógu erfitt að byrja aftur í golfi, þó svo það sé ekki líka í kastljósi fjölmiðla …. og ýmissa athugasemda sem látnar eru falla um stöðu, sveiflu og stíl Borisar.

Ónefndur fréttamaður á BBC sagði golfstíl Borisar t.a.m. „sveitó“.

Líklegt þykir að Johnson og Trump muni spila golf í viðræðum þeirra um viðskiptsamning ríkjanna.

Trump hefir a.m.k. spilað golf við 23 þekkt nöfn í póltík og íþróttum frá því hann tók við embætti Bandaríkjaforseta og má sjá samantekt um það með því að SMELLA HÉR:

Nú er líklegt að bæta megi nanfi Borisar þar við.