Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2016 | 18:00

Bók Arnie – jólabókin í ár?

Golfgoðsögnin Arnold Palmer (Arnie) hefir gefið út að hann hafi skrifað sjálfævisögu sína.

Hún heitir: „A Life Well Played: My Stories,“ og verður eflaust undir jólatrénu hjá mörgum kylfingnum um næstu jól!

Bókin er væntanleg í bókaverslanir í Bandaríkjnum 25. október n.k.

Um bókina segir í fréttatilkynningu að hún sé „fjársjóður skemmtilegra sagna og tímalausrar visku sem koma mun lesendum hennar vel og þeim mun eflaust líka vel við.“

Konungur sagði um útgáfu þessarar nýjustu bókar sinnar:

Þó ég hafi skrifað fjölda bóka á síðastliðnum árum þá var þessi mér sérlega mikilvæg vegna þess að ég sökkti mér í ferlið, ég gerði mér grein fyrir hversu mikið ég vildi enn segja golfvinum mínum og golfaðdáendum.“

Að fara í gegnum það að ná þessu öllu niður hefir verið persónulega mjög ánægjulegt fyrir mig, en ég gæti ekki hafa gert það án hóps einstaklinga sem virkilega hafa trúað á þetta verk.“