Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 22. 2018 | 23:00

Böðvar Bragi varð í 5. sæti – Lárus Garðar T-22 á GJG Grand Final

Böðvar Bragi Pálsson, GR, náði þeim glæsilega árangri að landa 5. sætinu og GJG Grand Final mótinu, sem fram fór í Flórída, dagana 19.-22. desember en mótinu lauk í dag.

Spilaðir voru tveir hringir.

Böðvar Bragi lék á samtals á 9 yfir pari, 153 höggum (77 76). Glæsilegt hjá Böðvari Braga!!!

Lárus Garðar Long, GV, lék á samtals 164 höggum (77 87), sprengdi seinni hringinn en Lárus Garðar og Böðvar Bragi voru á sama skori fyrri hringinn og deildu þá 8. sæti.  Lárus Garðar lauk keppni T-22 þ.e. var jafn Mauro Gilardi frá Sviss í 22. sæti.

Þetta er góður árangur hjá báðum íslensku keppendum, en alls voru 35 sem þátt tóku í mótinu og var um 2 aldursflokka að ræða 18 ára og yngri og 18-21 árs.

Það var Mats Ege frá Noregi sem stóð uppi sem sigurvegari, en hann var sá eini sem lék samtals undir pari, þ.e. samtals á 3 undir pari vallar, 141 höggi (70 71).

Til þess að sjá lokastöðuna á GJG Grand Final SMELLIÐ HÉR: