Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2011 | 06:00

Bobby Brown aftur á pokanum hjá Dustin Johnson

Dustin Johnson réði nú fyrr í vikunni gamla kylfuberann sinn, Bobby Brown, aftur í vinnu til sín.  Dustin var áður með fyrrum kylfubera Fred Couples til 20 ára, Joe La Cava, sem sagði upp störfum hjá Dustin til þess að geta unnið hjá Tiger. Bobby hefir verið á pokanum hjá Dustin í 4 af 5 sigrum þess síðarnefnda, en hlaut gagnrýni vegna slæms gengis Dustin í 2 risamótum, þar sem Dustin hreinlega glutraði sigurtækifærinu úr höndunum á sér.

„Ég er virkilega spenntur að vera með Bobby á pokanum aftur,“ sagði Dustin í viðtali við Golf Channel. „Hann og ég höfum alltaf verið nánir og ég kann vel að meta vinnusiðferði hans.“

„Í lok dags snýst þetta allt um niðurstöðurnar (í mótunum) og 4 af 5 sigrum mínum unnust með Bobby við hlið mér. Við búum báðir við miklu árið 2012.“