
Bled golfvöllurinn í Slóveníu
Uppáhaldsgolfvöllur afrekskylfingsins Rúnars Arnórssonar, GK, erlendis og sá sem honum þykir sérstakastur (skv. viðtali við hann hér fyrr í dag) er Bled í Slóveníu.
Bled þykir einn af albestu skógarvöllum mið-Evrópu, er á lista yfir topp-100 bestu golfvelli Evrópu og er sá eini frá Slóveníu, sem er á listanum. Tímaritið Golf World Magazine valdi Bled 51. besta völl í Evrópu árið 2011.
Golfvöllurinn í Bled opnaði 1937 og var tekinn í gegn af þekkta golfvallararkítektinum Donald Harradine árið 1972. Á næsta ári fagnar Bled golfvöllurinn 75 ára afmæli. Hann er elsti golfvöllur Slóveníu og sá fallegasti. Völlurinn er aðeins í 4 km fjarlægð frá bænum Bled sem er niðrí dal, en Bled golfvellirnir liggja báðir í fjallshlíð. Um tvo velli er að ræða 18 holu Konungsvöllinn og 9 holu Vatnavöllinn.
Í aðeins 1 klukkustundar akstursfjarlægð er hægt að spila aðra 7 golfvelli í „þriggjalandasýn” þ.e. valið stendur um golfvelli í Slóveníu, Austurríki eða Ítalíu.
Með því að smella hér má sjá komast á heimasíðu Bled golfvallarins, þar sem m.a. má sjá myndir af gullfallegum Konungsvellinum í Bled. Smellið HÉR:
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster
- janúar. 26. 2021 | 06:00 Þjálfarinn Claude Harmon III segir aðskilnaðinn við fv. nemanda sinn Brooks Koepka „hrikalegan“
- janúar. 25. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2020
- janúar. 25. 2021 | 05:00 Hvað var í sigurpoka Kim?