Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2017 | 17:00

Bláa Lónið gerist styrktaraðili Ólafíu Þórunnar

Bláa Lónið hefir gerst styrktaraðili Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, atvinnukylfings úr GR, sem nú keppir á sterkustu kvengolfmótaröð heims, LPGA.

Á heimasíðu Ólafíu Þórunnar má lesa eftirfarandi:

Ég er mjög stolt og spennt að tilkynna samstarf mitt við Bláa Lónið! Ég er afar þakklát fyrir stuðning þeirra.“

Mót LPGA eru haldin út um allan heim og gefur því auga leið að þátttaka í þeim er nýliðum mjög kostnaðarsöm.

Ólafíu hefir gengið mjög vel á LPGA það sem af er og hefir komist í gegnum niðurskurð í báðum þeim LPGA mótum, sem hún hefir tekið þátt í.

Bláa Lónið bætist nú í hóp þeirra sem styrkja Ólafíu Þórunni en fyrir eru m.a. KPMG og Forskot.