Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2014 | 10:00

Björn og Sterne draga sig úr US Open

Danski kylfingurinn Thomas Björn , 43 ára, verður ekki með á Opna bandaríska risamótinu sem hefst í næstu viku í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum.

Björn, sem sigrað hefir 15 sinnum á Evrópumótaröðinni, ber fyrir sig eymsli í hnakka, háls og öxlum.

Sæti Björn í mótinu tekur áhugamaðurinn Andrew Dorn.

Suður-afríski kylfingurinn Richard Sterne mun heldur ekki verða með þar sem hann hefir ekki náð sig góðan af meiðslum.

Sæti Sterne tekur bandaríski kylfingurinn Scott Langley.