Bjarki Pétursson Bjarki Pétursson
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 26. 2019 | 17:00

Bjarki T-8 e. 1. dag EM áhugamanna

Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK taka þátt á EM áhugamanna.

Mótið fer fram dagana 26.-29. júní í Diamond CC í Austurríki.

Bjarki átti glæsilegan 1. hring á mótinu, lék á 4 undir pari, 68 höggum og er T-8 eftir 1. dag þ.e. deilir 8. sætinu með 11 öðrum kylfingum, sem voru á sama skori.

Gísli átti ekki eins farsæla byrjun lék fyrsta hring á 4 yfir pari, 76 höggum og er T-106 af 143 keppendum.

Til þess að sjá stöðuna á EM áhugamanna SMELLIÐ HÉR: