Bjarki Pétursson, GB. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2014 | 19:00

Bjarki Pétursson varð í 4. sæti á Skandia Junior Open

Fimm íslenskir unglingar tóku þátt í Skandia Junior Open, sem fram fór í Halmstad Golfklubb í Halmstad, Svíþjóð, dagana 12.-14. september og lauk því í gær.

Bjarki Pétursson, GB, náði þeim glæsilega árangri að landa 4. sætinu.

Bjarki lék á samtals sléttu pari,  216 höggum (71 70 73).

Þátttakendur í mótinu voru alls 63.

Röðun íslensku þáttakendanna var eftirfarandi:

4. sæti Bjarki Pétursson, GB (71 70 73).

11. sæti Aron Snær Júlíusson, GKG (74 75 71).

36. sæti Stefán Bogason, GR (76 73 80).

T-38. sæti Kristófer Orri Þórðarson, GKG (75 77 79).

Egill Ragnarsson, GKG náði ekki niðurskurði.

Til þess að sjá lokastöðuna á Skandia Junior Open SMELLIÐ HÉR: