Bjarki Pétursson, GB. Foto: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 22. 2014 | 10:55

Bjarki náði niðurskurði!

Bjarki Pétursson, afrekskylfingur úr GB, tekur þátt í 2014 Men´s Dixie Amateur mótinu.

Eftir 3. dag er Bjarki T-28  þ.e. jafn öðrum 12 kylfingum í 28. sæti á mótinu, en allir eru þeir búnir að spila á samtals 5 yfir pari, Bjarki (74 73 74).

Alls eru 195 þátttakendur í mótinu þannig að árangur Bjarka er glæsilegur!!!

Dixie Amateur á sér 90 ára sögu en 1. mótið fór fram 1924 og meðal sigurvegara í langri sögu þess eru m.a. Jesper Parnevik og Lanny Wadkins. 

Til þess að sjá stöðuna á Dixie Amateur SMELLIÐ HÉR: