Bjarki Pétursson, GB. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2018 | 13:00

Bjarki náði ekki niðurskurði í Miami

Bjarki Pétursson, GB, tók þátt í South Beach International Amateur, sem fram fór á Normandy Shores golfvellinum í Miami Beach Golf Club, í Flórída – Sjá má heimasíðu Miami Beach Golf Club með því að SMELLA HÉR:

Mótið stóð dagana 19. -22. desember 2018 og það laðar yfirleitt að sér einhverja sterkustu áhugamenn heims.

Þetta er stór mót, þátttakendur 210.

Bjarki komst því miður ekki í gegnum niðurskurð.

Hann lék samtals á 8 yfir pari, 149 höggum (74 75) og munaði aðeins 4 höggum að hann næði í gegn.

Til þess að sjá stöðuna á South Beach Int. Amateur SMELLIÐ HÉR: