Bjarki Pétursson, GB. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2018 | 22:00

Bjarki m/skrautlega byrjun í Miami

Bjarki Pétursson, GB, lék í dag 1. hring á South Beach International Amateur, sem fram fer á Normandy Shores golfvellinum í Miami Beach Golf Club, í Flórída – Sjá má heimasíðu Miami Beach Golf Club með því að SMELLA HÉR:

Mótið stendur dagana 19. -22. desember 2018 og það laðar yfirleitt að sér einhverja sterkustu áhugamenn heims, sérstaklega frá Bandaríkjunum og S-Ameríku.

Þetta er risamót, þátttakendur 210 og Bjarki T-133 eða fyrir miðju meðal keppenda eftir 1. hring.

Skorkort Bjarka var nokkuð skrautlegt, en á því voru 6 fuglar, 5 skollar og því miður líka einn fjórfaldur skolli, sem kom skorinu í 3 yfir par, 74 högg.

Til þess að sjá stöðuna á South Beach Int. Amateur SMELLIÐ HÉR: