Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2017 | 08:00

Birgir T-12 e. 3. dag í Kína

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, lauk í nótt við 3. hring sinn á 2017 Hainan Open European Challenge Tour (á kínversku: 2017海南公开赛暨欧巡挑战赛 ), sem er mót á Áskorendamótaröð Evrópu.

Á 3. hring lék Birgir Leifur á 1 undir pari, 71 höggi; fékk 3 fugla og 2 skolla.

Birgir Leifur lék hefir leikið á samtals 9 undir pari, 207 höggum (71 65 71) og deilir 12. sætinu, fyrir lokahringinn, sem spilaður verður á morgun.

Í efsta sæti fyrir lokahringinn er Erik van Rooyen frá S-Afríku, en hann hefir samtals spilað á 17 undir pari (67 65 67).

Sjá má stöðunni á Hainan Open með því að SMELLA HÉR: