Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2015 | 00:01

Birgir Leifur varð í 58. sæti í Frakklandi

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tók þátt á Najeti Open Presented by Neuflize OBC, sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópumótaraðarinnar.

Mótið fór fram hjá St. Omer golfklúbbnum í Lumbres, í Frakklandi.

Birgir Leifur lék á samtals 8 yfir pari, 292 höggum (72 72 74 74) og lauk keppni í 58. sæti.

Það var heimamaðurinn Sebastian Gros sem sigraði á 14 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Najeti Open  SMELLIÐ HÉR: