Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 19. 2015 | 21:00

Birgir Leifur T-44 e. 2. dag í Frakklandi

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tekur þátt á Najeti Open Presented by Neuflize OBC, sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópumótaraðarinnar.

Mótið fer fram hjá St. Omer golfklúbbnum í Lumbres, í Frakklandi.

Birgir Leifur hefir leikið  á samtals 2 yfir pari, 144 höggum (72 72) og er sem stendur T-44.

Þar með komst Birgir Leifur í gegnum niðurskurð í dag, sem er stórglæsilegt eins og allt hjá honum!

Á hringnum í dag fékk Birgir Leifur 5 fugla, 4 skolla og 1 skramba.

Til þess að sjá stöðuna á Najeti Open e. 2. dag SMELLIÐ HÉR: